Biskupsefnin hlaupa fram á sjónarsviðið

Guðrún Karls Helgudóttir í hlaupagallanum.
Guðrún Karls Helgudóttir í hlaupagallanum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Sennilega er fátt meira hressandi en að byrja daginn á hlaupi. Veðrið var líka eins og best mátti verða þarna rétt fyrir hádegið; milt en svolítil snjókoma,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju í Reykjavík. Hún var í gær meðal nærri 50 þátttakenda í svonefndu Kirkjuhlaupi skokkhóps íþróttafélagsins Fjölnis, sem jafnan er tekið á öðrum degi jóla.

Lagt var upp frá kirkjunni í Grafarvogi og svo hlaupið milli kirkna í Árbæ og Breiðholti. Hörðustu hlaupararnir fóru einnig að Bústaðakirkju og þaðan í Grafarvog. Hringur þeirra var 17,5 km en vegalengdir annarra voru skemmri.

Á mbl.is í gær lýsti sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur við Háteigskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, því yfir að hún gæfi kost á sér í biskupskjöri sem fram undan er. Það sama gerir sr. Guðrún og því má segja að biskupsefnin hlaupi fram á sjónarsviðið.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert