Ferðin í gegnum göngin verður dýrari

Verð á stakri ferð hækkar um 200 krónur fyrir fólksbíla.
Verð á stakri ferð hækkar um 200 krónur fyrir fólksbíla. mbl.is/Þorgeir

Ný gjaldskrá Vaðlaheiðarganga tekur gildi um áramótin og hækkar gjaldið fyrir hverja staka ferð og einnig á kortum sem keypt eru með magnafslætti.

Þannig hækkar verð á stakri ferð fólksbíla í gegnum göngin, sé greitt á Veggjald.is, um 200 krónur. Nú kostar ferðin 1.650 en á nýju ári mun ferð kosta 1.850 krónur. Stök ferð fyrir flutningabíla 3,5 til 7,5 tonna þunga hækkar einnig um 200 krónur og kostar eftir áramót 2.800 krónur.

Hækkar aftur 1. júní 2024

Stök ferð fyrir bíla sem vega meira en 7,5 tonn hækkar um 400 krónur og kostar á nýju ári 5.900 krónur. 

Séu 50 ferðir keyptar saman kostar kortið 45 þúsund krónur á nýju ári. Hækkar þannig ferðin um 60 krónur, úr 840 krónum og upp í 900 krónur.

Frá 1. júní á næsta ári hækkar verð á stökum ferðum fyrir fólksbíla og kostar þá ferðin 1.950 krónur ef greitt er inn á Veggjald.is.

Ný verðskrá Vaðlaheiðarganga fyrir árið 2024.
Ný verðskrá Vaðlaheiðarganga fyrir árið 2024.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert