Hömlur á auglýsingar en tekjutap bætt

Nýr þjónustusamningur hefur verið undirritaður.
Nýr þjónustusamningur hefur verið undirritaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Unnið verður að því að minnka umsvif ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Mögulegt tekjutap þess verður á sama tíma bætt. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar segir að Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hafi ritað undir samninginn, sem er til fjögurra ára.

Í fyrri samningi var heimild til að bjóða 8 mínútur af auglýsingaefni á hverja klukkustund í sjónvarpi. Ekki er tilgreint um frekari hömlur á þessu en þessi í stað segir að unnið verið að því á gildistímanum að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði. 

Stefán Eiríksson og Lilja Alfreðsdóttir.
Stefán Eiríksson og Lilja Alfreðsdóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Engir afslættir frá verðskrá 

Unnið verður að því á gildistíma samningsins að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu. Unnið verður að útfærslu stafrænna lausna sem gera viðskiptavinum kleift að panta auglýsingar á netinu.“

Þá verður það gert óheimilt að veita starfsfólki sem annast sölu og/eða móttöku auglýsinga árangurstengd laun. Sömuleiðis verður óheimilt að veita afslætti frá kynntri verðskrá.

Eins segir að mögulegt tekjutap Ríkisútvarpsins af minnkandi umsvifum á
samkeppnismarkaði verði bætt með það að markmiði að Ríkisútvarpið geti áfram sinnt sínu lögbundna hlutverki

35% frá sjálfstæðum framleiðendum 

Hvað aðra þætti samningsins varðar kemur m.a. fram að gerð verður sú krafa að 35% af íslensku efni verði frá sjálfstætt starfandi. Það byggir á kaupum frá sjálfstæðum framleiðendum eða samningum um meðframleiðslu við þá. 

„Hlutfall dagskrárefnis sem keypt er af sjálfstæðum framleiðendum skal á samningstímanum vera að meðaltali 35% af íslensku efni í sjónvarpi, mælt í klukkustundum og miðað við frumsýnt efni á kjörtíma í línulegri dagskrá,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert