Engir varnargarðar ráðgerðir um Hafnarfjörð

Vallarhverfið í Hafnarfirði.
Vallarhverfið í Hafnarfirði.

„Varðandi þann hluta sem snýr að varnargarðavinnu við Hafnarfjörð er svarið nei, slíkir garðar eru ekki til umræðu í ráðuneytinu á þessu stigi.“

Svo segir í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins um það hvort einhverjar áætlanir séu um að reisa slíka garða sunnan við Hafnarfjörð.

Undir þetta tekur Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, í samtali við blaðið.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Ljósmynd/Hafnafjarðarbær

Fram hefur komið hjá jarðvísindamönnum að réttast sé að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð til að verjast hraunrennsli frá mögulegu eldgosi. Hafa þeir kallað eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stórhöfuðborgarsvæðið.

„Varðandi þessi mál þá fylgjumst við vel með þróun jarðhræringa á Reykjanesi og eru engar vísbendingar um að höfuðborgarsvæðinu stafi ógn af hraunrennsli við núverandi aðstæður,“ segir Rósa.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert