Jörðin gaf sig í Grindavík: „Mér dauðbrá“

Jörðin gaf sig undan vinnubíl Benedikts G. Jónssonar pípulagningameistara í Grindavík í dag. Slapp hann ómeiddur en lítil hola myndaðist undir bílnum og var hún nokkurra metra djúp.

Benedikt, sem rekur fyrirtækið Benni pípari, var að störfum í Grindavík við verðmætabjörgun er atvikið gerðist.

„Ég var bara að keyra inn á plan fyrir framan hús þar sem ég vissi að væri búið að fylla í sprungur áður, og þá bara poppar undir bílnum,“ segir Benedikt í samtali við mbl.is.

Sleginn yfir atvikinu

Bíllinn, sem er Ford Transit-vinnubíll, féll ekki í sprunguna heldur voru dekkin á bílnum sitthvorumegin við hana.

„Ég bara tók sénsinn, lagði á stýrið alveg í botn öðrum megin og bara bakkaði til baka aftur,“ segir hann er hann útskýrir hvernig hann komst frá sprungunni.

Hann kveðst hafa verið sleginn yfir atvikinu. Hann kveðst þakklátur fyrir að hafa keyrt inn á svæðið í stað þess að fara gangandi.

„Mér dauðbrá og maður finnur það meira að segja enn þá aðeins. Þetta er ekki þægileg tilfinning skal ég segja þér,“ segir Benedikt. Búið er að girða svæðið af.

Benedikt, sem rekur fyrirtækið Benni pípari, var að störfum í …
Benedikt, sem rekur fyrirtækið Benni pípari, var að störfum í Grindavík við vermætabjörgun er atvikið gerðist. Samsett mynd
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert