Jarðskjálfti við Bláfjöll

Frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum.
Frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum. mbl.is/Óttar

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð norðnorðvestur af Bláfjallaskála rétt fyrir klukkan hálf sex í nótt. Skjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu.

Fáir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, allir undir 1 að stærð. Skjálfti af stærðinni 2,4 mældist á sama svæði rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Engin merki eru um gosóróa að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Kortið sýnir upptök og áhrif jarðskjálftans við Bláfjallaskála.
Kortið sýnir upptök og áhrif jarðskjálftans við Bláfjallaskála. Kort/Veðurstofa Íslands

Hann segir skjálftavirkni ekki algenga á nákvæmlega þessum slóðum, heldur lengra norðaustur og suðaustur af svæðinu.

Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni við kvikuganginn við Sundhnúkagíga. Undanfarinn einn og hálfan sólarhring hafa færri en 30 skjálftar mælst að sögn Bjarka, allir undir 1 að stærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert