Ófærð, hálka og hreindýr við vegi

Krapi er á Hellisheiði, í Þrengslum og á Sandskeiði. Ófært …
Krapi er á Hellisheiði, í Þrengslum og á Sandskeiði. Ófært og þungfært er víða á vegum. Hálkublettir eru á flestum stofnleiðum á höfuðborgarsvæðinu og eitthvað um hálku. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hálkublettir eru á flestum stofnleiðum á höfuðborgarsvæðinu og eitthvað um hálku. Ástæða er til að brýna fyrir fólki að fara varlega í morgunumferðinni. Víðar er þungfært eða ófært á þjóðvegum en unnið er að snjómokstri.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is.

Þungfært víða um land

Þungfært er á Kjósarskarði en unnið er að snjómokstri. Krapi er á Hellisheiði, í Þrengslum og á Sandskeiði. Hálka og hálkublettir eru á flestum leiðum á Suðvesturlandi en eitthvað er um þæfingsfærð og snjóþekju. Unnið er að snjómokstri.

Snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi en þæfingsfærð er víða á útvegum. Þungfært er á milli Flúða og Biskupstungnabrautar. Unnið er að snjómokstri.

Snjóþekja, hálka og þæfingsfærð er á flestum leiðum á Vesturlandi. Ófært er á Skógarströnd og á Heydalsvegi og þungfært er á Skarðsströnd. Unnið er að snjómokstri.

Þæfingsfærð er á Vatnsskarði, Vatnsnesvegi og Síðuvegi. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Norðurlandi. Ófært er um Borgarveg. Unnið er að snjómokstri.

Sést hefur til hreindýra við vegi í Álftafirði, Hamarsfirði, Berufirði …
Sést hefur til hreindýra við vegi í Álftafirði, Hamarsfirði, Berufirði og í nágrenni við Jökulsárlón. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hálka og hálkublettir eru á flestum leiðum á Norðausturlandi en eitthvað er um snjóþekju. Ófært er á Dettifossvegi.

Þungfært er á milli Djúpvegar og Bjarkalundar og þæfingsfærð. Snjóþekja og hálka er víða á vegum á Vestfjörðum. Ófært er á Dynjandisheiði. Unnið er að snjómokstri.

Hálka er á flestum leiðum á Austurlandi og Suðausturlandi en eitthvað er um snjóþekju. Ófært er á Öxi og um Breiðdalsheiði. Sést hefur til hreindýra við vegi í Álftafirði, Hamarsfirði, Berufirði og í nágrenni við Jökulsárlón. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert