True Detective fékk fjóra milljarða

Jodie Foster leikur aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.
Jodie Foster leikur aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.

Endurgreiðsla kostnaðar vegna framleiðslu fjórðu þáttaraðar sjónvarpsþáttanna True Detective hér á landi nam alls rúmum fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýju yfirliti á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Þættirnir voru teknir hér upp veturinn 2022-2023 og fór leikkonan Jodie Foster með aðalhlutverkið. Framleiðslukostnaðurinn nam um 12 milljörðum króna ef miðað er við að endurgreiðsla upp á fjóra milljarða og 22 milljónir hafi verið 35% kostnaðarins. Þetta er þar með langstærsta erlenda kvikmyndaverkefnið sem hingað hefur ratað og um leið langhæsta endurgreiðslan frá því að það kerfi var tekið upp hér. Raunar slær þessi fjögurra milljarða króna endurgreiðsla ein og sér út metárið 2022 þegar endurgreiðslur námu 3,4 milljörðum.

Sem kunnugt er hefur verið hægt að sækja endurgreiðslu á 25% þess kostnaðar sem fellur til við kvikmyndagerð hér á landi. Árið 2022 var lögum um þetta breytt á þann veg að stór verkefni geta fengið 35% kostnaðar endurgreidd. True Detective er fyrsta verkefnið sem fellur undir skilmála 35% endurgreiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert