Landið rís til vesturs

Eldvörp á Reykjanesskaga.
Eldvörp á Reykjanesskaga. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við getum alveg þurft að bíða fram á haust með að fá eldgos,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands, spurður hvort hann telji að draga fari til tíðinda á Reykjanesskaga í bráð. Ármann telur að eldvirknin færist næst yfir í Eldvörp og segir nýjar gervihnattamyndir sýna að landrisið sé að færast í vesturátt eftir skaganum.

„Ég reikna með að þessi hegðun breytist þegar Eldvörpin byrja. Þá er auðveldara fyrir kvikuna að komast beint upp og þá fáum við væntanlega lengri gos og hugsanlega einhverja öðruvísi hegðun,“ segir Ármann í samtali við Morgunblaðið.

Ármann telur ekki ólíklegt að næsta eldgos komi í haust.
Ármann telur ekki ólíklegt að næsta eldgos komi í haust. Ljósmynd/Aðsend

Skjálftavirkni hefur af og til gert vart við sig í Fagradalsfjalli undanfarnar vikur og mánuði. Landris við Fagradalsfjall er hverfandi í samanburði við landrisið í Svartsengi að mati Ármanns og segist hann telja skjálftavirkni vera svar Evrasíuflekans við að losna frá Ameríkuflekanum. Síðast gaus í eldstöðvakerfi Fagradalsfjalls í júlí á síðasta ári. Segir Ármann að fyrir sér sé Fagradalsfjallskerfið alveg komið inn á Evrasíuflekann.

„Fagradalsfjallið er svona svæði sem á ekkert að gjósa á. Það voru þessar tektónísku spennur sem losnuðu í byrjun sem varð til þess að þetta gat myndaðist og kvikan kom upp á yfirborð. Þetta er í raun ekki dæmi­gerður gliðnunaratburður eins og við erum að horfa á í Sundhnúkum og við eigum eftir að sjá í Eldvörpum og á Reykjanestá,“ segir Ármann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert