Halla Tómasdóttir ætlar í forsetaframboð

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi.
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi. mbl.is/Óttar

Halla Tóm­as­dótt­ir, frum­kvöðull og fjár­fest­ir, ætl­ar að bjóða sig fram til for­seta Íslands. Þetta tilkynnti hún rétt í þessu á fjölmennum blaðamannafundi í Grósku.

Halla sagði í sam­tali við mbl.is í lok fe­brú­ar að hún íhugaði al­var­lega for­setafram­boð. Þá sagðist hún hafa fengið hvatn­ingu hvaðanæva af land­inu um að fara fram. 

Hún bauð sig einnig fram til forseta í kosningum árið 2016. Þá hlaut hún næstflest atkvæði, eða tæp 28 prósent. Guðni Th. Jóhannesson sigraði þá kosningarnar með 39 prósent atkvæða. 

Framboðsfrestur rennur út 26. apríl og Íslendingar kjósa sér nýjan forseta 1. júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert