Myndskeið: Flæðir yfir Grindavíkurveg og nálgast Grindavík

Nýtt myndband sem tekið var rétt fyrir klukkan eitt í nótt sýnir hvernig hraunið hefur runnið yfir Grindavíkurveg á kafla norðaustan við Svartsengi. Þá sést einnig í fjarska hvernig hraunið hefur á örskömmum tíma runnið langleiðina suður að Grindavík.

Einnig sést hve löng gossprungan er, en fyrr í kvöld sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur að hún væri um 3,5 km á lengi og að þetta væri kröftugasta gosið hingað til á undanförnum árum á Reykjanesskaga.

Myndskeiðið tók ljósmyndarinn Hörður Kristleifsson fyrir mbl.is.

Teygir sig að Grindavík

Jafnframt má greina að á nokkrum stöðum á gossprungunni hefur virknin minnkað örlítið og er ekki alveg samfelld alla leið.

Í fjarska í suðurátt má svo sjá hvar sprungan og hrauntaumurinn teygir sig í átt að Grindavíkurbæ.

Á myndinni má sjá hvernig hrauntungan hefur farið yfir Grindavíkurveg …
Á myndinni má sjá hvernig hrauntungan hefur farið yfir Grindavíkurveg rétt norðaustan við Svartsengi. Í fjarska má svo sjá hvar sprungan og í suðurátt hraunið teygir sig í átt að Grindavíkurbæ, en hraunið nálgast bæinn óðfluga. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Skoða að reisa varnargarða til að verja Hraun

Al­manna­varn­ir í sam­vinnu við eig­end­ur bæj­ar­ins Hrauns skoða nú þann mögu­leika að reisa varn­argarða til að verja bæ­inn fyr­ir hraun­flæði. Bær­inn er aust­an Þór­kötlu­hverf­is í Grinda­vík.

Frá þessu greindi mbl.is upp úr miðnætti.

Hraunið renn­ur nú meðfram varn­ar­görðunum og stefn­ir í átt að sveita­bæn­um. 

Hald­ist kraft­ur goss­ins óbreytt­ur gæti hraun mögu­lega náð þar til sjáv­ar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert