Óstaðbundin störf styrkja landsbyggðina

Fjarvinna hefur færst í vöxt hérlendis og erlendis.
Fjarvinna hefur færst í vöxt hérlendis og erlendis. Ljósmynd/Colourbox

„Fimmtungur stofnana sem tók þátt í könnuninni auglýsti óstaðbundin störf á tímabilinu frá mars 2020 til desember 2023,“ segir Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri, en hún vann skýrslu fyrir framkvæmdahóp um innleiðingu stefnu stjórnvalda um óstaðbundin störf. Kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að styðja við byggðaþróun í landinu og þáttur í því er að störf hjá ríkinu séu ekki staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega.

Hún segir það vera jákvætt hversu hátt hlutfall stofnana er sem hafa ráðið starfsfólk í óstaðbundin störf. Í heildina var áætlað að auglýsa mætti 12% starfa hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins sem óstaðbundin. Þær stofnanir sem tóku þátt í könnuninni núna og síðast töldu nú að 15% starfa væru vel hæf fyrir fjarvinnu, samanborið við 8% 2020.

Þá sýndi könnunin að 21% stofnana telur mjög eða frekar líklegt að þær auglýsi og ráði í óstaðbundin störf á næstu 12 mánuðum. Hins vegar telja 60% stofnana það vera ólíklegt. Þá sögðu 49% svarenda frekar eða mjög ólíklegt að þeir muni auglýsa eða ráða í óstaðbundin starf á næstu tveimur árum, en árið 2020 var sú tala 63%.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert