Katrín mælist með mesta fylgið

Katrín mælist með 32,9% fylgi.
Katrín mælist með 32,9% fylgi. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson/Skjáskot

Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi í komandi forsetakosningum eða um 32,9 prósent. 

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Baldur Þórhallsson mælist með næstmest fylgi eða 26,7 prósent en sá þriðji vinsælasti er Jón Gnarr með 19,6 prósent.

Halla Tómasdóttir mælist fjórða í könnun Maskínu, 7,9 prósenta fylgi. 

Katrín vinsælust hjá Sjálfstæðismönnum

Þá eru tölur heilt yfir svipaða á milli landshluta að undanskildu Austurlandinu þar sem skoðanir virðast skiptari. Eru íbúar þar sérstaklega hliðhollir Baldri en 53,3 þeirra myndu kjósa hann ef kosningar færu fram á morgun, en til samanburðar myndu aðeins 2,4 prósent íbúa á Austurlandi kjósa Jón Gnarr og 18,5 prósent Katrínu. 

Þá er það einnig eftirtektarvert að Katrín mælist vinsælust meðal Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna með 44,2 prósent og 42,1 prósent fylgi. Þá er hún enn vinsæl meðal fyrrum flokkssystkina sinna en 93,1 prósent kjósenda Vinstri Grænna myndu kjósa Katrínu.

Þá eiga bæði Baldur og Jón Gnarr mestar vinsældir sínar að sækja til Pírata en 42,2 prósent þeirra myndu kjósa Baldur og 35,4 prósent Jón.

Þá myndu 40,1 prósent Sósíalista kjósa Baldur en Jón Gnarr á næstmest fylgi að sækja í Miðflokkinn með 28 prósent stuðning. 

Katrín mælist með mesta fylgið í könnun Maskínu.
Katrín mælist með mesta fylgið í könnun Maskínu. Graf/Maskína
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert