Grunaður um rán í Kópavogi

Lögreglan sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt.
Lögreglan sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður var handtekinn í hverfi 201 í Kópavogi vegna gruns um rán. Hann var vistaður í fangageymslu.

Tilkynnt var um sinueld í hverfi 203 í Kópavogi og slökkti slökkviliðið eldinn, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gærkvöldi til kl. 5 í morgun.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti.

Þrír ökumenn til viðbótar voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Tilkynnt var um umferðarslys í Árbænum. Einn var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl til frekari skoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert