Áfram skerðing eftir „fádæma lélegt“ vatnsár

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsvirkjun segist vera tilneydd til að skerða afhendingu raforku lengur en vonast hafði verið til.

Í tilkynningu segir að ástæðan fyrir þessu sé fádæma lélegt vatnsár og að gengið hafi hratt á uppistöðulón fyrirtækisins.

„Ekki er útlit fyrir að staðan batni fyrr en hlýna tekur og vorleysingar hefjast, með vaxandi innrennsli á vatnasviðum Landsvirkjunar,” segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert