Hagnaður í fyrra en hagræðing í ár

RÚV skilaði sex milljóna króna hagnaði árið 2023.
RÚV skilaði sex milljóna króna hagnaði árið 2023. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bregðast þarf „hratt við og hefja undirbúning að aðgerðum til að bæta afkomuna innan ársins“, segir í fundargerð stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. Um 280 milljóna gat hefur myndast í fjárhagsáætlun félagsins í ár vegna minni auglýsingasölu, vanmats á launagreiðslum og hagræðingarkröfu auk fleiri þátta.

Tillögur að hagræðingaraðgerðum hafa verið boðaðar.

RÚV skilaði sex milljóna króna hagnaði árið 2023 samanborið við 164 milljóna tap árið 2022. Athygli vekur að endurskoðandi getur þess að ef frestun sýningar á efni hefði ekki komið til á síðari hluta ársins hefði orðið tap á rekstri félagsins. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert