Ríkið er ekki að loka Múlalundi

Nú stendur yfir vinna innan ráðuneytisins og Vinnumálastofnunar sem lýtur …
Nú stendur yfir vinna innan ráðuneytisins og Vinnumálastofnunar sem lýtur að endurskoðun vinnumarkaðsaðgerða fyrir fatlað fólk. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjallað hefur verið um að ríkið muni ekki veita frekara fjármagn í starfsemi Múlalundar, vinnustofu SÍBS. Undanfarin ár hafa fjárveitingar farið langt fram úr því sem gert hefur verið ráð fyrir í fjárlögum.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að nú standi yfir vinna innan ráðuneytisins og Vinnumálastofnunar sem lúti að endurskoðun vinnumarkaðsaðgerða fyrir fatlað fólk.

„Múlalundur er ekki í eigu ríkisins. Ríkið eða Vinnumálastofnun er ekki að loka Múlalundi. Fyrir okkur vakir að tryggja hagsmuni fatlaðs fólks.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson. mbl.is/Eyþór

Hægt að nýta fjármagnið betur

Vinnumálastofnun telur að sögn ráðherra að miðað við starfsemina á Múlalundi sé hægt að nýta það fjármagn, sem hefur verið að renna til Múlalundar, mun betur í þágu fatlaðs fólks með því að aðstoða það að komast út á vinnumarkað.

„Okkar hlutverk er að tryggja hagsmuni fatlaðs fólks og með þessu verkefni er Vinnumálastofnun að skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri fyrir fatlað fólk sem er algjörlega í samræmi við að aðstoða fatlað fólk til sjálfstæðs lífs í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur Ingi.

Ítarlega er fjallað um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert