78% óánægðir með nýja forsætisráðherrann

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt nýrri skoðanakönnum Prósents eru 78% kjósenda óánægðir með að Bjarni Benediktsson hafi tekið við starfi forsætisráherra.

13% kjósenda segjast vera ánægðir með að Bjarni hafi tekið við embættinu af Katrínu Jakobsdóttur en 8% er hvorki ánægðir né óánægðir. 

Þó nokkur munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Hjá yngsta aldurshópnum er 8% ánægð með að Bjarni sé kominn í forsætisráðherrastólinn en hjá þeim sem hafa náð 65 ára aldrei eru 23% ánægð með breytinguna.

Þá kemur einnig fram í könnuninni að 73% líst illa á breytingarnar í ríkisstjórnarsamstarfinu.

Prósent framkvæmdi könnunina dagana 9.-14. apríl. Þátttakendir voru þar spurðir tveggja spurninga um breytingar á ríkisstjórnarsamstarfinu. Úrtakið var 2.300 einstaklingar 18 ára og eldri og var svarhlutfallið 51,22%.

Fyrri spurningin var: 

Hversu vel eða illa líst þér á breytingarnar á ríkisstjórnarsamstarfi?

Síðari spurningin var:

Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með að Bjarni Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra, verði forsætisráðherra?

 

73% líst illa á breytingar á ríkisstjórnarsamstarfinu.
73% líst illa á breytingar á ríkisstjórnarsamstarfinu.
55 ára og eldri líst marktækt betur á breytingarnar en …
55 ára og eldri líst marktækt betur á breytingarnar en þeir sem yngri eru.
78% þjóðarinnar eru óánægð með að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, …
78% þjóðarinnar eru óánægð með að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, 8% eru hvorki né og 13% eru ánægð.
Marktækur munur er á viðhorfi eftir aldri. Þau sem eru …
Marktækur munur er á viðhorfi eftir aldri. Þau sem eru 55 ára og eldri eru marktækt ánægðari en þau sem yngri eru.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert