Byggingarheimildir verði tímabundnar

Einar Þorsteinsson borgarstjóri telur rétt að byggingarheimildir í borginni verði …
Einar Þorsteinsson borgarstjóri telur rétt að byggingarheimildir í borginni verði tímabundnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Þorsteinsson borgarstjóri telur rétt að byggingarheimildir í borginni verði tímabundnar.

Tilefnið er að byggingarlóðir á Ártúnshöfða hafa nú verið seldar öðru sinni eftir að borgin undirritaði samninga um lóðirnar sumarið 2019. Lóðarhafar seldu lóðirnar Þorpinu vistfélagi sem seldi þær síðan aftur með ábata.

Áslaug Guðrúnardóttir, stjórnarformaður Þorpsins vistfélags, harmaði söluna enda gæti félagið ekki fylgt eftir félagslegum áherslum sínum.

Þvert á markmiðin

Spurður út í þessi viðskipti segir borgarstjóri að kaupendur lóðanna á Höfðanum hafi reynslu af uppbyggingu í borginni. Þá geti verið góð og gild sjónarmið fyrir slíkum viðskiptum með lóðir.

Hins vegar sé hann almennt ekki „hlynntur því að byggingarlóðir gangi kaupum og sölum og að það leggist ofan á þær mikill kostnaður sem endar síðan á íbúðakaupendum. Það er þvert á markmið okkar um húsnæðisuppbyggingu en við erum að reyna að stuðla að því að byggt sé fyrir lágtekjuhópa og að sem flestir eigi greiðan aðgang á húsnæðismarkaðinn. Það er alveg klárt. Ég hef líka stutt áform stjórnvalda um að setja tímatakmörk á byggingarheimildir,“ segir Einar og bendir á að til séu byggingarhæfar lóðir í borginni undir 3.000 íbúðir.

Í þágu borgarlínu

Fyrirhugað er að selja byggingarlóðir í Keldnalandi við Grafarvog en andvirðið á meðal annars að nota í þágu uppbyggingar borgarlínu.

Spurður hvort til greina komi að fyrirhugaðir lóðarhafar í Keldnalandi geti keypt og selt lóðir, og þar með aukið álagninguna í hverju skrefi, líkt og gert var á Höfðanum, segir borgarstjóri ótímabært að ræða það enda sé verið að semja um Keldnalandið.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert