60 ára afmælisgjöfin var 10 milljóna kr. niðurskurður

Ungir hljóðfæraleikarar í Tónskóla Sigursveins.
Ungir hljóðfæraleikarar í Tónskóla Sigursveins. mbl.is/Árni Sæberg

Afmælisgjöf Reykjavíkurborgar til Tónskóla Sigursveins á 60 ára afmælinu var 10 milljón kr. niðurskurður, eða niðurskurður um 626 nemendastundir á skólaárinu.

Svo hljóðar upphaf færslu Tónskóla Sigursveins á Facebook. Er ástæða niðurskurðarins sögð vera „refsing“ fyrir að hafa kennt nokkrum nemendum sem voru eldri en 18 ára á grunn- og miðstigi skólaárið á undan.

Ég skrifaði undir framlengingu á þjónustusamningnum í haust með fyrirvara um endurskoðun á niðurskurðinum sem ég tel óréttmætan en nú í lok skóalárs hefur engin leiðrétting átt sér stað,“ segir í færslunni.

Óttast tónskólinn að niðurskurðurinn á kennslumagni gangi ekki til baka á næsta skólaárin. Það hafi verið reynslan á síðustu 60 árum.

Kenna fleirum en styrkurinn gerir ráð fyrir

Segir jafnframt í færslunni að  skólin hafi alla tíð kennt fleiri nemendum en styrkurinn frá borginni geri ráð fyrir.

Árið 1990 voru 600 nemendur í Tónskóla Sigursveins, ívið fleiri en núna en þá greiddi borgin fyrir meira en 30 stöðugildi við skólann en innan við 20 núna (frá 2011 á jöfnunarsjóður að greiða kennslukostnað á framhaldsstigi).“

Þá kemur fram að einkennilegt sé að borgin hafi ákveðið að skera fyrst og fremst niður hjá langstærsta tónskólanum í Reykjavík.

„Það er kominn tími til að borgin auki kennslumagn til tónlistarskólanna í samræmi við mikla fólksfjölgun í borginni og langa biðlista i tónlistarnám.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert