Beint: Hvernig er best að reka heilbrigðisþjónustu?

Hrafnista í Reykjavík. Mynd úr safni.
Hrafnista í Reykjavík. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) halda opinn ársfund í dag frá kl. 14.30 til 16.30 í Laugarásbíó.

Fjallað verður um hvernig best er að reka heilbrigðisþjónustu, þar sem lögð er áhersla á fjölbreyttan rekstur og ávinning.

Fundurinn er öllum opinn en er einnig í beinu streymi hér að neðan:

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

  • Ávarp  Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.
  • Hvernig er best að reka heilbrigðisþjónustu? – Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, forstjóri SÁÁ, og Sigurjón N. Kjærnested, framkvæmdastjóri SFV.

Pallborðsumræður:

  • Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ.
  • María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu og formaður stjórnar SFV.
  • Sigurður Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
  • Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður.

Umræðum stýra Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, og Sigurjón N. Kjærnested, framkvæmdastjóri SFV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert