Ratcliffe byggir tvö ný veiðihús eystra

Veiðihús Six Rivers Project við Miðfjarðará í Bakkafirði verður opnað …
Veiðihús Six Rivers Project við Miðfjarðará í Bakkafirði verður opnað í maí. Ljósmynd/Six Rivers Project

Ráðgert er að framkvæmdir við ný veiðihús við Hofsá í Vopnafirði og Hafralónsá í Þistilfirði hefjist í sumar eða í haust. Breyta þarf deiliskipulagi fyrir báðar byggingarnar og voru tillögur þar að lútandi kynntar nýverið. Bæði þessi hús eru á vegum breska auðmannsins Jims Ratcliffes.

Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu kynnti Ratcliffe árið 2021 áform um að leggja minnst fjóra milljarða í byggingu nýrra veiðihúsa. Þegar hefur verið lokið við stækkun veiðihússins við Selá og nú er unnið að lokafrágangi við veiðihús við Miðfjarðará í Bakkafirði. Byggingin skiptist í tvær einingar sem tengdar eru saman með glergangi, samtals um 666 fermetrar að stærð. Þá er ónefnt glæsilegt hús í Vesturárdal sem Ratcliffe hyggst nýta fyrir sig og sína. Þar er í raun um að ræða sex hús saman í þyrpingu auk bílskúrs og hlöðu, alls um 1.400 fermetrar.

Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Project, segir í samtali við Morgunblaðið að húsið í Bakkafirði verði opnað í maí og tekið í notkun fyrir sumarið. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert