Sýknuð í Landsrétti: Átta ára þrautagöngu lokið

Þórkatla og Sigurjón áfrýjuðu dómi héraðsdóms á sínum tíma og …
Þórkatla og Sigurjón áfrýjuðu dómi héraðsdóms á sínum tíma og hefur Þórkatla nú verið sýknuð í Landsrétti. Landsréttur staðfesti þó dóm héraðsdóms yfir Sigurjóni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Átta ára þrautagöngu hennar [Þórkötlu Ragnarsdóttur] í þessu dómskerfi er lokið og hún er glöð og ánægð yfir því að þessi dómur skyldi hafa gengið eins og hann fór - að hún geti loksins um frjálst höfuð strokið,“ segir Ingólfur Vignir Guðmundsson, lögmaður Þórkötlu, í samtali við mbl.is.

Landsréttur hefur sýknað Þórkötlu af öllum sakargiftum sem henni var gefið að sök en héraðsdómur hafði áður dæmt hana í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert henni að greiða 64 milljónir krónur í sekt til ríkissjóðs.

Var hún ein af af fimm aðilum sem sak­felld­ir voru í héraði á síðasta ári fyr­ir stór­felld skatta­laga­brot og brot á bók­halds­lög­um. Voru þetta fram­kvæmda­stjór­ar og stjórn­ar­menn hjá fyr­ir­tækj­un­um Brotafl, Kraft­bind­ing­um og Starfs­menn ehf.

Þórkatla og Sigurjón G. Halldórsson, einn stjórnenda Brotafls sem var sakfelldur í héraði, áfrýjuðu dómi hérðasdóms til Landsréttar.

Landsréttur staðfesti fyrr í dag dóm héraðsdóms yfir Sigurjóni G. Halldórssyni og hlýtur hann 15 mánaða skilorðsbundinn dóm og er gert að greiða í sekt 64 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert