87 nemar í úrslit í stærðfræðikeppni

Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

87 nemendur keppa í úrslitum stærðfræðikeppni Pangeu í dag, sem fer fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Tæplega fimm þúsund nemendur í 8. og 9. bekk um allt land tóku þátt í fyrstu umferð keppninnar og standa 87 nemendur eftir í úrslitum. 

Dæmin sem eru lögð fyrir keppendurna byggja á spurningabanka Pangea. Spurningar byggja ýmist á Íslandi og íslenskum aðstæðum.

Pangea stærðfræðikeppnin hefur verið haldin á Íslandi síðan árið 2016 og farið ört stækkandi síðan. Keppnin er jafnframt stærsta stærðfræðikeppnin á grunnskólastigi. Markmiðið með keppninni er að vekja áhuga ungs fólks á stærðfræði og sýna fram á að allir geti haft gaman að stærðfræði.

Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin bæði fyrir nemendur í 8. bekk og 9. bekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert