Hvít hvítasunna á Fáskrúðsfirði

mbl.is/Albert Kemp

Hvít jörð blasir nú við íbúum Fáskrúðsfjarðar þar sem gul viðvörun er í gildi vegna austan hríðar.

Veðurstofa Íslands spáir snjókomu, einkum á fjallvegum, á Austfjörðum.

Má búast við skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Verður gul viðvörun að öllu óbreyttu í gildi til klukkan fjögur í nótt í þeim landshluta, að því er fram kemur á vefsíðu Veðurstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert