Baldur dansaði á súpuhittingi á Snæfellsnesi

Söngkonan Þórhildur Pálsdóttir ákvað að kenna Baldri sporin.
Söngkonan Þórhildur Pálsdóttir ákvað að kenna Baldri sporin. Ljósmynd/Aðsend

Baldur Þórhallsson bauð upp á súpu og spjall í Stykkishólmi um helgina fyrir fullu húsi en hann heimsótti nokkra bæi á Snæfellsnesi um helgina.

Í lok fundarins virtust gestir ekki alveg tilbúnir til þess að fara, sem endaði með því að söngkonan Þórhildur Pálsdóttir ákvað að kenna Baldri að dansa almennilega.

Nóg var á dagskrá hjá forsetaframbjóðandanum en hann bauð einnig …
Nóg var á dagskrá hjá forsetaframbjóðandanum en hann bauð einnig í vöfflukaffi á Grundarfirði og á Rifi Ljósmynd/Aðsend

Hitti fanga á Kvíabryggju

„Þetta var verulega gaman. Sérstaklega var gaman að sjá hversu margir mættu en stemningin var virkilega góð á fundunum. Aftur á móti tel ég mig hafa grætt hvað mest á dansinum við hana Þórhildi, enda sporin nú orðin betri sem ég get nýtt mér síðar þegar ég dreg fram dansskóna,“ sagði Baldur um ferðina. 

Var nóg á dagskrá hjá forsetaframbjóðandanum en hann bauð einnig í vöfflukaffi á Grundarfirði og Rifi, og fór á fimm ára afmælisæfingu hjá CrossFit SNB og hitti fanga á Kvíabryggju. 

Baldur skellti sér á fimm ára afmælisæfingu hjá CrossFit SNB.
Baldur skellti sér á fimm ára afmælisæfingu hjá CrossFit SNB. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert