Dökkur reykur í heimahúsi

Slökkviliðið fór á vettvang.
Slökkviliðið fór á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um dökkan reyk í heimahúsi í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðabæ þar sem kviknað hafði í olíu á eldavél.

Íbúi í fjölbýlishúsinu slökkti eldinn með slökkvitæki, að því er segir dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til kl. 5 í morgun. 

Í sama umdæmi var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja. Hann var látinn laus úr haldi lögreglu að sýnatöku lokinni.

Innbrot í verslun

Í hverfi 108 í Reykjavík var tilkynnt um innbrot í verslun. Málið er í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert