Hlé á þingfundum vegna forsetakosninga

Þingfundir hefjast aftur 3. júní.
Þingfundir hefjast aftur 3. júní. mbl.is/Hari

Hlé hefur verið gert á þingfundum vegna forsetakosninganna sem fram fara laugardaginn 1.júní.

Á vef Alþingis kemur fram að nefndardagar verði á Alþingi dagana 21.-23. maí en í næstu viku er hvorki gert ráð fyrir þingfundum né nefndarfundum.

Þingfundir hefjast aftur 3. júní, eldhúsdagsumræður eru fyrirhugaðar 12. júní og þingfrestun er áætluð 14. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert