Mega skrá niður nöfn á kjósendum

ómas Ellert Tómasson, kosningastjóri D-listans í Árborg, ræðir við tvo …
ómas Ellert Tómasson, kosningastjóri D-listans í Árborg, ræðir við tvo af eftirlitsmönnum sínum fyrir utan kjörstað á Selfossi. mbl.is/Guðmundur Karl

Yfirkjörstjórn Árborgar hefur úrskurðað í máli D og B lista en fyrr í dag gerði Samfylkingin athugasemd við að umboðsmenn listanna væru á kjörstað og skráðu niður nöfn á kjósendum. Yfirkjörstjórn heimilaði slík og gaf ennfremur leyfi til að miðla upplýsingunum útúr kjördeild.

„Slíkt er nauðsynlegt til að hafa eftirlit með að kosning fari eðlilega fram. Til dæmis til að tryggja að umboðsmenn framboðslista geti gengið úr skugga um að þeir einir sem eru á kjörskrá greiði atkvæði og engin greiði oftar en einu sinni. Önnur nýting á upplýsingunum, eins og til kosningasmölunar er óheimil,” segir í úrskurði yfirkjörstjórnar.

Umboðsmenn D og B lýstu því yfir að þeir skyldu fara eftir þessum úrskurði og ekki nýta upplýsingarnar til smölunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert