Fimmtán bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík

Frestur til að tilkynna um framboð í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007 rann út fyrr í dag. Fimmtán hafa ákveðið að gefa kost á sér í prófkjörinu sem fer fram laugardaginn 11. nóvember nk.

Þeir sem gefa kost á sér eru:
Ágúst Ólafur Ágústsson
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Ellert B. Schram
Glúmur Baldvinsson
Guðrún Ögmundsdóttir
Helgi Hjörvar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Kristrún Heimisdóttir
Mörður Árnason
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Valgerður Bjarnadóttir
Þórhildur Þorleifsdóttir
Össur Skarphéðinsson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert