Gunnar efstur í prófkjöri Samfylkingar í SV-kjördæmi

Gunnar Svavarsson
Gunnar Svavarsson

Gunnar Svavarsson er í fyrsta sæti þegar fyrstu tölur voru birtar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi rétt í þessu. Katrín Júlíusdóttir er í öðru sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir í því þriðja. Árni Páll Árnason er í fjórða sæti og Guðmundur Steingrímsson í fimmta sæti.

Búið er að telja 1500 atkvæði. Hafa atkvæði fallið þannig að Gunnar Svavarsson hefur hlotið 625 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir 790 atkvæði í 1.–2. sæti, Þórunn Sveinbjarnardóttir 787 atkvæði í 1.-3. sæti, Árni Páll Árnason 586 atkvæði í 1.-4. sæti, Guðmundur Steingrímsson 659 atkvæði í 1.-5. sæti, Tryggvi Harðarson 670 í 1.-6. sæti, Sonja B. Jónsdóttir 633 atkvæði í 1-7. sæti og Jakob Frímann Magnússon 672 atkvæði í 1.-8. sæti.

Alls greiddu um 5000 manns atkvæði sitt í prófkjörinu en endanlega tala liggur enn ekki fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert