Niðurstaðan ljós í prófkjöri Samfylkingar

Frambjóðendur Samfylkingarinnar ræðast við eftir að tölur voru birtar í …
Frambjóðendur Samfylkingarinnar ræðast við eftir að tölur voru birtar í kvöld. mbl.is/Sverrir

Öll atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fór í dag. Í efstu sætunum enduðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, alþingismaður og formaður flokksins, Össur Skarphéðinsson, alþingismaður, Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður og Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður og varaformaður flokksins.

Alls greiddu 4842 atkvæði í prófkjörinu. Auðir seðlar og ógildir eru 110. Gild atkvæði eru því 4759. Ingibjörg Sólrún fékk 3326 atkvæði í 1. sæti eða tæp 70%. Össur fékk 2854 atkvæði í 1.-2. sæti, Jóhanna 2514 atkvæði í 1.-3. sæti og Ágúst Ólafur 1807 atkvæði í 1.-4. sæti.

Helgi Hjörvar, alþingismaður fékk 2084 atkvæði í 1.-5. sæti, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaður, fékk 1936 atkvæði í 1.-6. sæti, Mörður Árnason alþingismaður fékk 2149 atkvæði í í 1.-7. sæti og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi, 2477 atkvæði í 1.-8. sæti. Kristrún Heimisdóttir og Valgerður Bjarnadóttir voru í sætum 9 og 10.

Samfylkingin fékk átta þingmenn kjörna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu kosningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert