Valdimar undir feldi

Valdimar Leó Friðriksson
Valdimar Leó Friðriksson

Valdimar L. Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar, hyggst á sunnudag gefa út yfirlýsingu um pólitíska framtíð sína. Hann hafnaði í 14. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og er þar með langt frá öruggu þingsæti. "Ég ligg undir feldi og tek ákvörðun á sunnudag," segir hann við Morgunblaðið. Valdimar sagði í Útvarpi Sögu í gærmorgun að reykvísk þingmannsefni hefðu raðað sér í efri sæti í prófkjörinu með aðstoð peningamanna. Kvaðst hann hafa eytt rúmlega 800 þúsund kr. úr eigin vasa í prófkjörinu. Peningar virðist hafa áhrif á það hve langt frambjóðendur ná í prófkjörum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert