Kvótagreifar sitja ekki á friðarstóli

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins
Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins mbl.is/Ásdís

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, er ómyrkur í máli í garð kvótaeigenda í samtali við Agnesi Bragadóttur í sunnudagsblaði Morgunblaðsins og segir það mikinn misskilning ef menn haldi að sjávarútvegsmálin verði ekki kosningamál.

„Ef kvótagreifarnir halda að þeir sitji á friðarstóli með því að safna til sín endalausum aflaheimildum frá hverjum staðnum á fætur öðrum og færa heimildirnar þangað sem þeim sýnist, þá er það mikill misskilningur þeirra,“ segir Guðjón.

Guðjón bendir á að stórir útgerðarbæir eins og Akureyri og Akranes séu nú að vakna upp við vondan draum og séu komnir í sömu varnarstöðu hvað varðar kvótaflutning og mörg minni sjávarplássin hafi verið í um langa hríð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert