Viðræðum um framboð aldraðra og öryrkja slitið

Arnþór Helgason
Arnþór Helgason

Í gær var slitið viðræðum á milli Baldurs Ágústssonar, fyrrum flugumferðarstjóra og fulltrúa Átakshóps öryrkja. Átakshópurinn mun halda fund næsta þriðjudag til þess að skýra stöðuna í framboðsmálunum. Þetta kemur fram á bloggvef Arnþórs Helgasonar.

Þar kemur fram að drög að stefnuskrá eru tilbúin og ekkert því til fyrirstöðu að hefja samstarf við aldraða um framboð, ef þeir koma sér saman um nefnd fólks sem er reiðubúið að leiða framboðið af þeirra hálfu.

Bloggvefur Arnþórs Helgasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert