Þorgerður: Þátttaka okkar forsenda umburðarlyndrar miðjustjórnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að þjóðin vilji tveggja flokka stjórn og að ekki verði mynduð umburðarlynd miðjustjórnar nema með aðkomu Sjálfstæðisflokksins.Tveir möguleikar verða á myndun tveggja flokka stjórnar eftir næstu kosningar miðað við niðurstöðu skoðanakönnunar Capacent Gallup sem birt var í morgun, annars vegar stjórn Sjálfstæðisflokks og VG og hins vegar stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn fær 26 þingmenn kjörna í komandi kosningum samkvæmt könnuninni og segir Þorgerður hann greinilega vera að sækja í sig veðrið. Forsvarsmenn hans verði að leggja sig fram um að ná til kvenna og fólks úti á landsbyggðinni. p> Töluverður munur er á fylgi flokkanna eftir landshlutum samkvæmt könnuninni og nýtur Sjálfstæðisflokkurinn langmests fylgis á Suðvesturhorninu. Vinstri hreyfingin - grænt framboð nýtur hins vegar mests fylgis í Norðausturkjördæmi.

Í Reykjavíkurkjördæmi suður fær Sjálfstæðisflokkurinn 41,1% atkvæða, VG 30,7% atkvæða, Samfylkingin 17,8% atkvæða, Frjálslyndir 5,2% atkvæða, Framsókn 3,7% og aðrir flokkar 1,5% atkvæða.

Skiptingin er svipuð í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þar fær Sjálfstæðisflokkurinn 40,0% atkvæða, VG 27,1%, Samfylkingin 22,7%, Frjálslyndir 5,1%, Framsókn 3,3% og aðrir flokkar 1,8% atkvæða.

Í Suðvesturkjördæmi fær Sjálfstæðisflokkurinn 46,2% atkvæða, VG 21,9%, Samfylkingin 19,9%, Frjálslyndir 6,7%, Framsókn 4,2% og aðrir flokkar 1,1% atkvæða.

Í Norðvesturkjördæmi fær Sjálfstæðisflokkurinn 29,9% atkvæða, VG 29,3%, Samfylkingin 20,0%, Framsókn 12,0%, Frjálslyndir 7,3% og aðrir flokkar 1,5% atkvæða.

Í Norðausturkjördæmi fær VG 36,0%, Sjálfstæðisflokkurinn 28,5%, Samfylkingin 15,0%, Framsókn 16,2%, Frjálslyndir 3,7% og aðrir flokkar 0,5%.

Í Suðurkjördæmi fær Sjálfstæðisflokkurinn 32,0% atkvæða, Samfylkingin 24,6%, VG 19,2%, Framsókn 15,6%, Frjálslyndir 5,9% og aðrir flokkar 2,8% atkvæða.

44,6% karla og 31,1% kvenna kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 21,4% karla og 32,5% kvenna VG, 17,6% karla og 23,0% kvenna Samfylkinguna, 8,2% karla og 7,3% kvenna Framsókn, 6,9% karla og 4,3% kvenna Frjálslynda og 1,3% karla og 1,8% kvenna aðra flokka.

Í tilviljunarúrtakinu úr þjóðskrá voru 1.880 manns 18 til 75 ára. Svarhlutfall var 61,6%. Allar fylgisgreiningar og útreikningar á þingmannafjölda byggðust á gögnum tveggja vikna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert