Fylgi Samfylkingar minnkar enn

mbl.is/Kristinn

Sjálfstæðisflokkurinn fær 37,1,% atkvæða samkvæmt símakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið dagana 3. til 9. apríl. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fær 24,9% atkvæða, Samfylkingin 18,1% atkvæða og Framsóknarflokkurinn 9,9% atkvæða. Frjálslyndi flokkurinn fær 6,1% atkvæða, Íslandshreyfingin - lifandi land fær 2,9% atkvæða og Baráttusamtökin fá 0,9% atkvæða.

Um var að ræða 940 manna úrtak fólks á aldrinum 18 til 75 ára og var svarhlutfall 61,7%.

Samkvæmt niðurstöðum kannananna tveggja nýtur Sjálfstæðisflokkurinn stuðnings 45,3% karla en 33,1% kvenna. Vinstri grænir njóta stuðnings 26,6% kvenna en 18,6% karla. Samfylkingin nýtur stuðnings 23% kvenna og 15,2% karla. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 10,3% karla og 7,2% kvenna. Frjálslyndi flokkurinn nýtur stuðnings 5,9% karla en 5,4% kvenna og Íslandshreyfingin nýtur stuðnings 4,1% karla og 3,7% kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert