Samfylkingin mótmælir sölu á frítollum

Stjórn þingflokks Samfylkingarinnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mótmælt er harðlega þeirri leið sem ríkisstjórnin hafi valið til að úthluta frítollum vegna innflutnings kjöts og osta. Segir Samfylkingin að leið ríkisstjórnarinnar gangi þvert gegn því markmiði að lækka matvælaverð í landinu.

Í ályktuninni segir, að á þessu ári hafi frítollakvótar vegna innflutnings kjöts og osta verið seldir fyrir rúmlega 430 milljónir króna og stefni í að sú tala geti hækkað í 600 milljónir króna á árinu ef sömu aðferð við útboð kvótanna verði fram haldið í sumar.

„Ríkisstjórnin ákvað í tengslum við lækkun matarverðs 1. mars síðastliðinn að fella niður tiltekið magn tolla á kjötvörum og ostum. Tilgangurinn var vitanlega að lækka matvælaverð í landinu. Ljóst er að sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að selja frítollakvótana hæstbjóðanda á uppboði gengur þvert gegn áformum um lækkun matvælaverðs þar sem ljóst er að kostnaður vegna kvótakaupanna ferbeint út í verðlagið. Hagsmunir almennings eru því fyrir borð bornir með þessu fyrirkomulagi.

Samfylkingin leggur áherslu á þá stefnu sína að fella niður í áföngum tolla og vörugjöld af matvælum í góðu samráði við bændur og með viðeigandi mótvægisaðgerðum í þeirra þágu. Með tillögum Samfylkingarinnar mætti lækka matvælaverð tvöfalt meira en þegar hefur verið gert," segir í ályktuninni. Mikilvægt er að íslenskur almenningur geti keypt matvæli á sambærilegum verði og nágrannaþjóðir í Evrópu en ennþá er langur vegur frá því að því marki hafi verið náð. Nánari upplýsingar veitir:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert