Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi

Valgerður Sverrisdóttir.
Valgerður Sverrisdóttir. mbl.is/Ásdís

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sagði í fréttum Útvarpsins, að fái Framsóknarflokkurinn í kosningunum um næstu helgi fylgi í samræmi við það sem skoðanakannanir hafa sýnt að undanförnu, sé algerlega ljóst að flokkurinn verði ekki í ríkisstjórn. Augljóst væri, að flokkurinn þyrfti stuðning frá þjóðinni til að sitja í ríkisstjórn.

Valgerður sagðist aðspurð telja að um það væri alger samstaða innan þingflokks Framsóknarflokks, að fara ekki í ríkisstjórn með þetta lítið fylgi en sérkennilegt væri, að gerður væri jafn mikill greinarmunur á stjórnarflokkunum og raun bæri vitni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert