Árni Mathiesen: Hef ekki heyrt af óánægju í kjördæminu

Árni M Mathiesen
Árni M Mathiesen

Árni M Mathiesen efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sagðist ekki hafa neinar öruggar upplýsingar um útstrikanir á listanum er blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. „Ef þetta er rétt þá er þetta eitthvað nýtt sem við verðum að skoða," sagði hann en fyrr í kvöld nefndi Geir H. Haarde formaður flokksins nafn Árna í sjónvarpsviðtali í sambandi við útstrikanir.

Spurður um það hvort hann hefði orðið var við óánægju í kjördæminu vegna flutnings hans þangað sagðist hann ekki hafa heyrt á það minnst.

Árni sagði hina tvísýnu stöðu gera kosninganóttina spennandi eins og flesta hefur rennt í grun, undir það síðasta, að hún yrði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert