Jón segir fregnir af andláti sínu stórlega ýktar

Haft var eftir Jóni Sigurðssyni, formanni Framsóknarflokksins, í fréttum Sjónvarpsins í kvöld, að fregnir af andláti hans væru stórlega ýktar en Steingrímur Ólafsson, ritstjóri þáttarins Íslands í dag á Stöð 2, fullyrti í þættinum í kvöld að Jón hefði sagt nánum samstarfsmönnum sínum að hann hefði ákveðið að segja af sér formannsembættinu.

Jón sagði að stjórnarmyndunarviðræður stæðu enn yfir og beðið yrði niðurstaðna þeirra. Þá fyrst yrði tímabært að taka ákvörðun um framhaldið og framsóknarmenn fengju að vita af ákvörðunum sínum fyrstir allra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert