Gunnar sóttist eftir ráðherraembætti

Gunnar Svavarsson.
Gunnar Svavarsson.

Gunnar Svavarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosingunum, segist í samtali við Fjarðarpóstinn hafa sóst eftir ráðuneyti í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar en hann hafi samþykkt tillögu formanns flokksins um ráðherraefni.

Blaðið hefur eftir Gunnari, að ákveðið hafi verið að hafa jafnt hlutfall kynja í ráðherraembættum flokksins og fjórir oddvitar framboðslista hafi fengið sæti og tvær konur til að jafna kynjahlutfallið. Miðað við þessar forsendur hafi ekki verið pláss fyrir hann. Hann segist ekki vilja gefa upp um afstöðu sína til þessarar niðurröðunar.

Þórunn Sveinbjarnardóttir verður umhverfisráðherra í ríkisstjórninni. Hún var í þriðja sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi á eftir Gunnari og Katrínu Júlíusdóttur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert