Sturla: Ósáttur við að hverfa úr samgönguráðuneytinu

Sturla Böðvarsson kemur af þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks.
Sturla Böðvarsson kemur af þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Sverrir

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, eini ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem hverfur úr ráðherrastól, mun taka við embætti forseta Alþingis. Hann kvaðst ósáttur við að hverfa úr ráðuneytinu enda væru þar mörg skemmtileg verkefni.

„Það er auðvitað vont að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki með það ráðuneyti að gera, en svona gerast kaupin á eyrinni," sagði Sturla.

Sturla sagði það heiður fyrir sig að verða forseti Alþingis. Hann hefði þó heldur kosið að gegna embætti ráðherra áfram. „En þetta er niðurstaðan og ég virði hana að sjálfsögðu," sagði Sturla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert