Athugasemd frá Jóni Sigurðssyni

Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi athugasemd:

    Ég vil gjarnan koma eftirfarandi skýringu á framfæri við lesendur dagblaðanna: Ég tók það skýrt fram á fjölmiðlafundi Framsóknarflokksins á miðvikudag, að ákvörðun um afsögn mína úr formannsstóli í Framsóknarflokknum var ekki tekin endanlega fyrr en síðdegis daginn áður, þriðjudaginn 22. maí, eftir samtöl við allmarga forystumenn og trúnaðarmenn í flokknum. Þessi ákvörðun hafði mótast á þeim tíma sem liðinn var frá alþingiskosningunum, en ég taldi mig ekki geta tekið slíka ákvörðun án samráðs og viðtala við marga flokksmenn, enda ekki um einkamál að ræða. Þetta réð svörum mínum við spurningum fjölmiðlafólks, en viðurkennt skal að þeir gengu hart að mér og kröfðust í raun ákvörðunar sem ég taldi mér ekki heimila fyrr.

    Ummæli í Blaðinu fimmtudaginn 24. maí um að ég hafi sagt ósatt að ég ætlaði „heim í mat" eru misskilningur. Ég ætlaði mér einmitt á þeirri stundu að skjótast heim og fá mér örskotsbita en halda síðan störfum dagsins áfram. Vonandi eyðir þetta misskilningi um tilsvör mín, að ekki var um ósannindi að ræða."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert