Hugmyndir um að Alþingi verði rofið upp úr miðjum mars

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Formenn stjórnmálaflokkanna hafa hist á tveimur fundum til að ræða fyrirhugaðar alþingiskosningar og hve lengi yfirstandandi þing skuli standa. Málið verður rætt í þingflokkum á morgun, miðvikudag. Stefnt er að því að halda þingkosningarnar laugardaginn 25. apríl.

Þar sem þingkosningarnar fara fram á miðju kjörtímabili þarf að rjúfa þingið, eins og það er kallað. Í stjórnarskránni segir svo um þingrof:

„Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir, að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.“

Samkvæmt þessu ákvæði má ekki rjúfa þing fyrr en 45 dögum áður en gengið er til kosninga. Því má rjúfa þingið í fyrsta lagi 12. mars, verði gengið til kosninga 25. apríl. Dagsetning þingrofsins liggur ekki fyrir en hugmyndir eru um að það verði gert upp úr miðjum mars.

Gísli Baldur Garðarsson hrl. hefur verið oddviti landskjörstjórnar. Með bréfi til forseta Alþingis tilkynnti Gísli Baldur afsögn sína. Líklegt er að Bryndís Hlöðversdóttir taki við formennskunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert