Setur Íbúðalánasjóð á hausinn

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir tillögu Framsóknarmanna um flytja öll húsnæðislán til Íbúðalánasjóðs og afskrifa tuttugu prósent þeirra vekja óraunhæfar væntingar. Slíkt myndi kosta allt að fimmhundruð milljarða og senda Íbúðalánasjóð lóðbeint á hausinn. Bæði hún og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sögðust á blaðamannafundi í hádeginu vilja beita sértækari aðferðum til að reyna að bjarga þeim sem hefðu orðið verst úti.

Tuttugu prósenta niðurfelling skulda er meðal þeirra tillagna í efnahagsmálum sem Framsóknarflokkurinn leggur fram og kynntar voru á sérstökum blaðamannafundi í gær. Sjá MBL sjónvarp.

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert