Árni kominn í annað sætið

Árni Johnsen, alþingismaður er kominn í annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi þegar talin hafa verið 3.200 atkvæði af um það bil 4.000. Árni var í 4. sæti eftir að fyrstu tölur voru birtar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður heldur enn efsta sætinu en Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri er fallin í 3. sætið.

Íris Róbertsdóttir kennari er komin í það 4. og Kjartan Ólafsson alþingismaður er fallin niður í 5. sætið. Hörð barátta er um 6. sætið en Björk Guðjónsdóttir alþingismaður og Grímur Gíslason eru hnífjöfn þegar talin hafa verið 3.200 atkvæði.

Staða efstu manna:

  • Ragnheiður Elín Árnadóttir 1.600 atkvæði í 1. sæti
  • Árni Johnsen  1.198 atkvæði í 1.-2. sæti
  • Unnur Brá Konráðsdóttir 1.418 atkvæði í 1.-3. sæti
  • Íris Róbertsdóttir  1.351 atkvæði í 1.-4. sæti
  • Kjartan Ólafsson  1.333 atkvæði í 1.-5. sæti
  • Björk Guðjónsdóttir  1.408 atkvæði í 1.-6. sæti
  • Grímur Gíslason  1.408 atkvæði í 1.-6. sæti

Búist er við lokatölum í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Suðurlandi um eða upp úr klukkan þrjú í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert