Gamall draumur rættist með Smugunni

Drífa Snædal, framkvæmdastýra Vinstri grænna kynnti skýrslu stjórnar á landsfundinum sem nú stendur yfir. skýrslan inniheldur ályktanir frá síðasta landsfundi árið 2007, og þar er gerð grein fyrir innra starfi flokksins.

Drífa sagði þetta vera skýrsla ört vaxandi og blómstrandi hreyfingar. Þau hefðu verið iðin við að halda fundi um ýmis mál og virk í erlendu samstarfi. fulltrúar frá öllum norðurlöndum til að fagna tíu ára afmæli VG í febrúar.

„Það sem stendur upp úr er að við ákváðum að láta gamlan draum rætast og hleypa af stokkunum vefriti, Smugunni. Nú sem aldrei fyrr er þörf á öflugum vefmiðli sem lýtur ritstjórnarstefnu okkar, þó að sjálfsögðu sé um óháðan miðil að ræða.“

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, gjaldkeri flokksins, kynnti ársreikninga flokksins fyrir árin 2007 og 2008. Tekjur flokksins hafa aukist frá síðasta landsfundi, með auknu fylgi kemur aukið fjármagn frá ríkinu. Vefmiðillinn, Smugan, fékk 800.000 króna framlag frá flokknum á síðasta ári.

Eignir flokksins eru tæpar 50 milljónir og vega þá fasteignir þyngst. Þá kom fram að kostnaður VG vegna alþingiskosninga árið 2007 nam tæpum 32 milljónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert