Eyrún Ingibjörg í þriðja sætinu í NV-kjördæmi

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir

Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður er í efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi meirihluti atkvæða hefur verið talinn. Ásbjörn Óttarsson, forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar og útgerðarmaður, sem sækist eftir 1.-2. sæti listans, er í 2. sæti. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir er hins vegar komin í þriðja sæti listans þegar talning er langt komin.

Tæplega fjögur þúsund flokksmenn voru á kjörskrá og greiddu um 2700 manns atkvæði. Búið að telja 2.400 atkvæði í spennandi talningu sem hófst í morgun í Hótel Borgarnesi. Staðan samkvæmt þeim er þannig, en að ekki hafa verið gefnar út upplýsingar um atkvæðafjölda á bak við hvern frambjóðanda:

1. Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður, Bolungarvík.

2. Ásbjörn Óttarsson, Snæfellsbæ.

3. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir

4 Birna Lárusdóttir, Ísafirði.

5. Bergþór Ólason, Akranesi.

6. Sigurður Örn Ágústsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert