Langir vinnudagar á þingi

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Síðustu daga hefur mikið mætt á þingmönnum og þeir oft unnið fram eftir miðnætti. Gærkvöldið var engin undantekning en þar voru málin rædd til kl. 2 í nótt. Þingmönnunum gefst svo ekki langur tími til hvíldar þar sem þingfundur hefst kl. 11 í dag.

M.a. verður rædd endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja, breytingar á ýmsum lögum sem varða fjármálamarkaðinn, heimild til samninga um álver í Helguvík auk þess sem greidd verða atkvæði um breytingar á lögum um listamannalaun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert